Vörður tryggingar hefur ráðið þrjá nýja forstöðumenn með víðtæka og fjölbreytta reynslu úr tryggingageiranum.

Hrönn Vilhjálmsdóttir, er nýr forstöðumaður eignatjóna en hún starfaði hjá Sjóvá í fimm ár í fjölbreyttum verkefnum. Hún lauk meistaranámi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2021, auk þess að hafa áður lokið námi í bæði BA lögfræði og BSc í fjármálaverkfræði við sama skóla.

Vörður tryggingar hefur ráðið þrjá nýja forstöðumenn með víðtæka og fjölbreytta reynslu úr tryggingageiranum.

Hrönn Vilhjálmsdóttir, er nýr forstöðumaður eignatjóna en hún starfaði hjá Sjóvá í fimm ár í fjölbreyttum verkefnum. Hún lauk meistaranámi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2021, auk þess að hafa áður lokið námi í bæði BA lögfræði og BSc í fjármálaverkfræði við sama skóla.

Viktor Hrafn Hólmgeirsson, er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og lögmannsréttindi. Hann hefur starfað hjá Verði frá því hann lauk námi, bæði við lögfræðiráðgjöf en einnig sem teymisstjóri á tjónasviði. Viktor hefur tekið við nýju starfi sem forstöðumaður persónu- og ferðatjóna.

Þórdís Lind Leiva tók nýverið við stöðu forstöðumanns líf- og heilsutrygginga hjá Verði. Hún er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík auk þess að hafa lokið BS í viðskiptafræði frá sama skóla. Hún kemur til Varðar frá N1 þar sem hún starfaði síðast sem forstöðumaður á orkusviði. Áður starfaði Þórdís Lind hjá Sjóvá sem verkefnisstjóri sölumála og persónutrygginga.

„Fram undan eru spennandi verkefni og leggjum við hjá Verði ríka áherslu á að laða til okkar öfluga einstaklinga sem brenna fyrir því að þróa og efla tryggingar. Ráðning nýrra forstöðumanna mun styrkja teymi Varðar enn frekar og býð ég þau hjartanlega velkomin í hópinn okkar,“ segir Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, forstjóri Varðar trygginga.