Sómi hagnaðist um 507 milljónir króna í fyrra en árið áður nam hagnaður félagsins 437 milljónum. Tekjur félagsins námu ríflega 3,7 milljörðum og jukust um 6% milli ára. Hlutdeild í afkomu dótturfélaga var jákvæð um 146 milljónir.

Sómi er móðurfélag kartöfluvinnslunnar Þykkvabæjar en samstæðureikningur hefur ekki verið birtur. Þykkvabæjar hagnaðist um 153 milljónir króna í fyrra, samanborið við 171 milljón árið 2023. Tekjur námu tæplega 2,1 milljarði og jukust um 5,8% milli ára.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.