Hugmyndir um olíuleit í lögsögu Íslands falla misvel í landsmenn ef marka má könnun sem Gallup gerði fyrir Viðskiptablaðið. Þar voru þátttakendur spurðir: Ert þú fylgjandi eða andvíg(ur) því að hefja á ný olíuleit í íslenskri lögsögu?

Alls voru 45,9% fylgjandi því að hefja olíuleit en tæplega þriðjungur, eða ríflega 29%, var andvígur slíkum áformum. Fjórðungur þátttakenda svaraði hvorki né.

Í könnun Gallup voru svör þátttakenda meðal annars flokkuð eftir spurningunni: Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk eða lista myndirðu kjósa/líklegast kjósa? Í ljósi afstöðu ráðherrans kemur það ekki á óvart að meirihluti þátttakenda sem sögðust myndu kjósa eða líklega kjósa Samfylkinguna var andvígur því að hefja á ný olíuleit. Alls voru 44% andvíg, þar af 27% mjög andvíg en 34% sögðust fylgjandi, þar af 11% mjög fylgjandi.

Kjósendur Viðreisnar voru á svipuðum slóðum en þó voru eilítið fleiri fylgjandi, eða um 40%, þar af 12% mjög fylgjandi. 36% voru andvíg, þar af 17% mjög andvíg.

Hvað Flokk fólksins varðar er önnur saga. Ríflega helmingur, eða 53% kjósenda flokksins, sagðist fylgjandi olíuleit, þar af 38% mjög fylgjandi. Aðeins um 13% sögðust andvíg, þar af 3% mjög andvíg, en þriðjungur svaraði hvorki né.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.