Undanfarið hefur mikið verið rætt um að markaðssetja landið betur til að sporna gegn samdrætti í ferðaþjónustu en Gísli Eyland, framkvæmdastjóri Tröll ferðaþjónustu, telur að greinin þurfi áfram að einblína á nýsköpun.

Undanfarið hefur mikið verið rætt um að markaðssetja landið betur til að sporna gegn samdrætti í ferðaþjónustu en Gísli Eyland, framkvæmdastjóri Tröll ferðaþjónustu, telur að greinin þurfi áfram að einblína á nýsköpun.

Aðilar innan ferðaþjónustunnar hafi hingað til gert vel á mörgum sviðum en ekki þurfi að horfa langt aftur til að finna tíma þar sem aðeins var um að ræða vertíðarbransa.

Ferðaþjónustan hafi aðlagað sig að þörfum markaðarins og þörfum ferðamannsins, í stað þess að aðlaga ferðamanninn að sínum þörfum, og skapað eftirspurnina með því að búa til nýjar og spennandi vörur.

„Áður en Bláa lónið var búið til þá hefði ferðamaðurinn aldrei áttað sig á því að hann vildi það, það þurfti einhverja frumkvöðla til þess að búa þessa vöru til þó að það væri enginn að biðja um það. Það er það sem að bransinn getur gert vel með því að þora og taka áhættu, það er bara það sem þarf.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.