Ólafur Karl Sigurðarson, aðstoðarforstjóri KAPP, Bandaríkjamarkað hafa sótt í sig veðrið en meðal þátta sem styrki stöðu félagsins í Norður-Ameríku séu kaup KAPP Skagans, sem er í meirihlutaeigu KAPP ehf., á búnaði og lausafé þrotabús Skagans 3X á Akranesi.

„Það var vissulega skellur fyrir iðnaðinn og bæjarfélagið að sjá jafn flott félag og flott vörumerki fara eins og það fór. Í framhaldi af gjaldþrotinu hófu eigendur og stjórn KAPP að skoða þann möguleika á að kaupa eignir úr þrotabúinu og sáu fljótlega að þar væru klár samlegðaráhrif milli fyrirtækja. Ekki aðeins áhersla fyrirtækjanna á kælingu, heldur einnig mikil þekking og reynsla innan hluthafahópsins og að með kaupunum mætti samþætta ýmis atriði í rekstrinum.“

Ólafur Karl segir að allir hafi lagst á eitt, án þess hefðu kaupin ekki orðið að veruleika. KAPP Skaginn hóf starfsemi fyrir um einum og hálfum mánuði síðan og hafa viðbrögðin verið mjög jákvæð.

„Viðskiptavinir eru ánægðir að sjá að sterkt félag eins og KAPP sem er þekkt fyrir góða þjónustu sé komið að borðinu. Eins sjáum við að það er uppsöfnuð þörf þegar kemur að varahlutum og þjónustu. Við erum lukkuleg með upphafið á rekstrinum en í viðbót við þjónustu- og varahlutasölu höfum við verið að loka verkefnum er snúa að bæði frystingu og uppsjávarverkefnum.“

Enginn skortur hafi verið á hæfu starfsfólki en fleiri hafi viljað vinna hjá fyrirtækinu en komast að í fyrsta fasa. Spurður um hvort KAPP stefni á að byggja fyrirtækið upp í sömu stærð og Skaginn 3x segir hann að horft sé til frekari uppbyggingar á Akranesi.

„Við erum mjög ánægð með þann kost sem við höfum hér á Akranesi, bæði húsakostinn og starfsfólkið. Við höfum allt til alls og sjáum klárlega fyrir okkur að geta byggt upp arðbæra starfsemi hér. Það er erfitt að segja til nákvæmlega hvort við sjáum fyrir okkur sama starfsmannafjölda en það er alls ekki útilokað, en framtíðin verður að segja til um það. En við erum með skýra sýn að byggja upp sterkt og stöndugt félag. Framtíðarstefnan okkar er að vera leiðandi á heimsvísu þegar kemur að kælingu og frystingu og það þýðir að við þurfum að halda vel á spilunum.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.