Undanfarin ár hafa nokkrir aðilar boðað umfangsmikla uppbyggingu landeldis hér á landi og nemur heildarfjárfesting til þessa tugum milljörðum króna. Um er að ræða orkufrekan iðnað en helstu fyrirtækin hafa þegar gert samninga um kaup á raforku.
First Water var meðal fyrstu landeldisfyrirtækjanna til að gera samning um kaup á raforku en samningur þeirra við Landsvirkjun var undirritaður í lok árs 2022.
Undanfarin ár hafa nokkrir aðilar boðað umfangsmikla uppbyggingu landeldis hér á landi og nemur heildarfjárfesting til þessa tugum milljörðum króna. Um er að ræða orkufrekan iðnað en helstu fyrirtækin hafa þegar gert samninga um kaup á raforku.
First Water var meðal fyrstu landeldisfyrirtækjanna til að gera samning um kaup á raforku en samningur þeirra við Landsvirkjun var undirritaður í lok árs 2022.
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water, segir að með því ætti verkefni þeirra að vera tryggt en stækkun samningsins, úr 20 í 50 MW, er þó háð því að Hvammsvirkjun verði komin í rekstur.
„Við erum með dísel rafstöðvar sem varaafl ef að eitthvað skyldi gerast, en það yrði þá bæði mjög dýrt og ekki umhverfisvænt ef við þyrftum að keyra á það. En það reynir ekki á okkur fyrr en kannski 2028-2029, þá erum við komnir í eða að fara að nálgast full afköst,“ segir Eggert.
Hjá stórnotendum landsins er hluti orkunnar sem samið hefur verið um skerðanlegur og hefur komið til þess undanfarin ár að afhending orku til stórnotenda hefur verið skert í slæmum vatnsárum. Eggert bendir á að þeirra fyrirtæki geti ekki lent í slíku, enda með lifandi dýr.
„Þannig samningarnir okkar eru, að mér skilst, öðruvísi en hjá öðrum stórnotendum því að við getum ekki tekið svona högg á okkur. Við getum ekki dregið úr notkuninni með mánaðarfyrirvara vegna þess að þá myndu dýrin drepast, við þurfum miklu meiri fyrirvara ef það á að breyta okkar notkun.“
Nágrannar First Water í Þorlákshöfn eru með samninga við Orku náttúrunnar en þar er ekki að finna sambærilega fyrirvara um nýjar virkjanir. Þá gæti komið til þess skerða þyrfti raforku til þeirra.
Ljóst er að nokkuð álag verði í Þorlákshöfn en First Water samdi við Landsnet sl. júní um afhendingu orkunnar. Hingað til hefur RARIK séð um afhendinguna.
„Í apríl á næsta ári þá erum við búin að sprengja það kerfi. Þannig Landsnet er að fara að leggja streng núna í sumar og spennustöð og svo erum við að reisa afveitustöð þar sem við spennum háspennu niður í lágspennu til þess að drreifa um okkar svæði. En mér skilst alla vega að við séum einu aðilarnir á þessari götu sem erum búnir að semja við Landsnet, það hefur tekið alveg 1 og hálft ár núna að semja við þá.“
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.