Leitarsjóðir hafa verið að sækja í sig veðrið að undanförnu en Kári Steinn Karlsson stofnaði á dögunum nýjasta slíka sjóðinn, sem fengið hefur nafnið Stamina. Við tekur um það bil 12-18 mánaða leit að fyrirtæki til að kaupa, sem Leitar Capital Partners fjármagna.

Leitarsjóðir hafa verið að sækja í sig veðrið að undanförnu en Kári Steinn Karlsson stofnaði á dögunum nýjasta slíka sjóðinn, sem fengið hefur nafnið Stamina. Við tekur um það bil 12-18 mánaða leit að fyrirtæki til að kaupa, sem Leitar Capital Partners fjármagna.

Aðspurður af hverju hann ákvað að fara þessa leið frekar en aðra segist Kári hafa staðið á ákveðnum tímamótum. Hann hafi alltaf hafa haft ástríðu fyrir því að stýra rekstri og ná árangri en það hefði reynst erfitt að byrja alveg frá grunni.

„Mér fannst þetta alveg fullkominn vettvangur fyrir mig á þessum tímamótum og á mínum aldri að þurfa ekki að byrja alveg á byrjunarreit en taka samt þátt og eignast hlut í verðmætasköpuninni. Hjá Leitar er sterk umgjörð og reynsla af fjárfestingum og er mikilvægt að geta sótt í þá þekkingu og fá hvatningu á þessari vegferð. Þetta snýst að miklu leyti um aga og skýrt leikplan,“ segir Kári.

Að sögn Kára er engin ein rétt leið heldur þurfi allir að finna sína eigin en þar sé að ýmsu að huga.

„Maður er svolítið að finna upp hjólið en líka að finna hvað hentar manni. Þú þarft alveg að vera duglegur og reynir á úthald og seiglu, en þetta snýst líka um heppni, að hitta á rétta tækifærið og seljendur sem eru tilbúnir til að selja og eru með raunhæfar verðhugmyndir. Ég held að það sé mjög auðvelt að finna fullt af góðum fyrirtækjum en hlaupa síðan alls staðar á veggi.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.