Origo stofnaði á sínum tíma hugbúnaðarfyrirtækið Tempo og átti stóran hlut í fyrirtækinu um árabil. Ari Daníelsson, forstjóri Origo, minnist þess að þegar hann kom inn í stjórn í byrjun árs 2022, meðan Origo var enn skráð á markað, hafi Tempo verið stórt og öflugt félag og markaðsvirði þess jafnvel hærra en markaðsvirði Origo.

„Þetta var orðinn fyrirferðamikill fíll í herberginu, tók að sér allt súrefni og alla athygli markaðsaðila en fáir höfðu raunverulega áhuga á kjarnastarfsemi Origo, sem er samt mjög fjölbreytt og áhugaverð,“ segir Ari.

Origo stofnaði á sínum tíma hugbúnaðarfyrirtækið Tempo og átti stóran hlut í fyrirtækinu um árabil. Ari Daníelsson, forstjóri Origo, minnist þess að þegar hann kom inn í stjórn í byrjun árs 2022, meðan Origo var enn skráð á markað, hafi Tempo verið stórt og öflugt félag og markaðsvirði þess jafnvel hærra en markaðsvirði Origo.

„Þetta var orðinn fyrirferðamikill fíll í herberginu, tók að sér allt súrefni og alla athygli markaðsaðila en fáir höfðu raunverulega áhuga á kjarnastarfsemi Origo, sem er samt mjög fjölbreytt og áhugaverð,“ segir Ari.

„Þannig eitt af mínum fyrstu verkefnum í stjórn ásamt Jóni Björnssyni, þáverandi forstjóra, og Hjalta Þórarinssyni, sem var þá stjórnarformaður, var að fara í söluferli hjá þessu félagi. Það gekk vel en árið 2022 voru að vísu svolítið erfiðir tímar, það má segja að þetta hafi verið rétt í kjölfarið á innrás Rússa í Úkraínu og mikil óreiða á markaði. En við náðum þarna að semja um mjög gott verð og góða útgöngu á þessari vegferð sem hafði þá staðið yfir í fimmtán ár.“

Breytingar hafa verið tíðar hjá fyrirtækinu síðan, nú síðast með tilkomu Skyggnis. Það sem af er ári hefur Origo einnig ráðist í fjárfestingar á sviði hugbúnaðarlausna. Til að mynda keypti fyrirtækið 40% hlut í félaginu Advise, sem þróar gagna- og skýrslulausnir fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, og fjárfesti í hugbúnaðarfyrirtækinu dala.care, sem þróar lausnir fyrir velferðarmarkað. Þá kom félagið að stofnun Defend Iceland í gegnum Syndis.

Á sama tíma seldi Origo sænska dótturfélagið Applicon og SAP viðskipta- og bankalausnir Origo á Íslandi. Að sögn Ara var dótturfélagið nokkuð fyrir utan kjarnastarfsemi Origo og því hafi hentað vel að selja félagið og leyfa því að vaxa á nýjum markaði og undir nýju eignarhaldi.

„Það er partur af þeirri stefnumótun að ákveða hvað maður ætli ekki að gera og verða svo bestur í því sem maður ætlar að gera. Það er ekki hægt að vera bestur í öllu,“ segir hann.

Nánar er rætt við Ara í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.