Christina Cassotis, forstjóri flugvalla í Allagheny-sýslu, fagnar þeim tímamótum að bein flugtengind sé komin milli Pittsburgh og Íslands en viðræður við Icelandair hófust upprunalega fyrir níu árum.

Í millitíðinni náðust samningar við WOW air, sem flaug til Pittsburgh frá 2017 þar til flugfélagið féll árið 2019.

Frá þeim tíma segir Christina að eftirspurnin eftir flugi til Íslands hafi verið mikil, bæði frá íbúum sem uppgötvuðu Ísland meðan WOW var að fljúga en ekki síður evrópskum fyrirtækjum sem eru með höfuðstöðvar sínar í Pittsburgh, þar á meðal Alcoa. Tengingin við Ísland bjóði upp á gríðarlega möguleika.

Christina Cassotis heilsaði upp á Sigrúnu Bender flugstjóra eftir fyrsta flugið.

„Evrópsk umferð mun halda áfram að vaxa þeim mun meiri þjónustu sem við setjum inn, um leið og þú gerir hlutina hentugri þá mun fólk fljúga oftar. Yfir sumarið getum við fyllt fjórar fimm vélar á dag, myndi ég halda, en síðan er það styrkur heilsársmarkaðarins og það er það sem við viljum halda áfram að rækta. En við erum að horfa til langs tíma,“ segir Christina.

„En við erum að horfa til langs tíma. Það tók okkur níu ár að fá þau, við getum alveg beðið þar til rétti tíminn kemur.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.