Arðsemi eigin fjár dróst saman á fyrstu sex mánuðum ársins hjá Íslandsbanka og Arion banka.
Hjá Íslandsbanka var arðsemin á fyrstu sex mánuðum ársins 9,8%, sem er undir 10% arðsemiskröfu, og hefur hún ekki verið lægri frá því árið 2021.
Arion banki setur sér 13% arðsemismarkmið en arðsemin það sem af er ári er 10,2% og hefur ekki verið lægri frá árinu 2020.
Landsbankinn er með sömu arðsemiskröfu og Íslandsbanki en þar var arðsemi eigin fjár 10,5%.
Hvað aðra lykilmælikvarða varðar sker Landsbankinn sig aftur úr þegar kemur að kostnaðarhlutfalli, það er kostnaður sem hlutfall af tekjum. Hlutfallið var 33,1% hjá Landsbankanum á fyrstu sex mánuðum ársins og
hefur lækkað tvö ár í röð.
Arion banki var aftur á móti með hæsta kostnaðarhlutfallið, 47,2%, en til samanburðar var hlutfallið 43% á sama tíma í fyrra. Þá var kostnaðarhlutfall Íslandsbanka 45,6%, samanborið við 42,3% í fyrra, en markmið bankans er að halda hlutfallinu undir 45%. Bæði Arion banki og Íslandsbanki undanskilja stjórnvaldssektir við útreikning hlutfallsins.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.