Landsbankinn með hæsta eiginfjárhlutfallið af viðskiptabönkunum stóru í lok júní, 24,4% en það nam 23,6% um áramótin. Eigið fé bankans nam 303,3 milljörðum króna í lok fyrri helmings ársins 2024 og heildareignir námu 2.075 milljörðum.
Eiginfjárhlutfall Íslandsbanka var 23,1% í lok tímabilsins en var 25,3% í árslok 2023. Eigið fé Íslandsbanka nam 216,5 milljörðum króna í lok ársfjórðungsins en nam 224,7 milljörðum í lok síðasta árs. Eignir námu 1.596 milljörðum og jukust um 13 milljarða frá áramótum.
Eiginfjárhlutfall Arion banka var þá 22,8%, samanborið við 23,9% í árslok 2023. Eigið fé nam 192,5 milljörðum í lok tímabilsins, samanborið við 199,3 milljarða um áramótin, á meðan eignir námu 1.569 milljörðum og jukust um 43 milljarða frá áramótum.
Föst bindiskylda úr 2% í 3%
Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað í byrjun apríl að hækka fasta bindiskyldu lánastofnana úr 2% í 3% af bindigrunni. Ákvörðunin hafði það að markmiði að dreifa betur kostnaði sem fylgir því að reka sjálfstæða peningastefnu og treysta sjálfbæra fjármögnun gjaldeyrisforða þjóðarinnar.
Íslandsbanki er eini bankinn sem kemur inn á þessa breytingu í nýjasta árshlutareikningi en bankinn áætlar að kostnaður vegna hærri bindiskyldu nemi 900 milljónum króna á ársgrundvelli.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.