Á Útboðsþingi Samtaka Iðnaðarins, Samtaka innviðaverktaka og Mannvirkis – félags verktaka í byrjun árs boðuðu opinberir verkkaupar ríflega tvöföldun í útboðum verklegra framkvæmda.
Nam áætluð heildarupphæð í fyrirhuguðum útboðum tíu opinberra aðila 204 milljörðum króna árið 2024 og áætluð fjárfesting 175 milljörðum.
Merki eru þó um að þær áætlanir muni ekki ganga eftir. Vegagerðin boðaði t.a.m. umfangsmiklar framkvæmdir og áætlaði að fjárfesta fyrir 32 milljarða króna árið 2024 en útboð stórra verka hafa verið stopp frá því síðasta haust.
Nú hefur stofnunin gefið það út að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Þá voru viðhaldsframkvæmdir ársins þegar áætlaðar undir metinni viðhaldsþörf kerfisins.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.