Hagnaður Advania á Íslandi nam 1,4 milljörðum í fyrra og jókst um 43% frá árinu 2023 þegar hann nam 916 milljónum króna.

Tekjur námu 19,9 milljörðum króna og jukust um 13,9% milli ára. Stjórn félagsins leggur til að 1,1 milljarður króna verði greiddur í arð á þessu ári, vegna rekstrarársins 2024. Til samanburðar voru 900 milljónir greiddar út til hluthafa árið áður.

Sjóður í eigu Goldman Sachs keypti meirihluta í Advania árið 2021 og var félagið þá metið á um 60 milljarða króna.

Hildur Einarsdóttir er forstjóri Advania á Íslandi.

Advania Ísland

2024 2023
Rekstrartekjur 19.944 17.516
Eignir 10.726 10.048
Eigið fé 4.015 3.541
Hagnaður 1.374 916
Lykiltölur í milljónum króna.