Travel Connect-samstæðan hagnaðist um 3,4 milljarða króna í fyrra og tekjur námu 7,1 milljarði.

Eignir Travel Connect voru bókfærðar á 8,2 milljarða um síðustu áramót, samanborið við 7,1 milljarð í árslok 2022. Eiginfjárhlutfall félagsins var 48,8%, samanborið við 19,3% árið áður.

Travel Connect-samstæðan hagnaðist um 3,4 milljarða króna í fyrra og tekjur námu 7,1 milljarði.

Eignir Travel Connect voru bókfærðar á 8,2 milljarða um síðustu áramót, samanborið við 7,1 milljarð í árslok 2022. Eiginfjárhlutfall félagsins var 48,8%, samanborið við 19,3% árið áður.

Á árinu 2023 voru 500 milljónir króna greiddar út með lækkun hlutafjár. Tillaga um arðgreiðslur á árinu 2024 verður lögð fram á aðalfundi félagsins.

Hluthafar Travel Connect voru sjö talsins um síðustu áramót. Visitor Investment, félag í eigu forstjórans Ásbergs Jónssonar, fer með 35,8% hlut en þar að auki fer Ásberg sjálfur með 17,8% og á hann því samanlagt tæplega 54% hlut í félaginu.

Félag í eigu framtakssjóðsins Umbreytingar, sem er í stýringu Alfa Framtaks, fer þá með 25,6% hlut og Libra Investment, félag í eigu Davíðs Harðarsonar, fer með 17,7% hlut. Hinir þrír hluthafarnir eiga samanlagt 3,2% hlut.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.