Rekstur Travel Connect ferðaþjónustusamstæðunnar batnaði til muna árið 2023 en hagnaður samstæðunnar nam 3,4 milljörðum króna.
Dótturfélög Travel Connect voru níu talsins um áramótin en af þeim sjö sem eru skráð á Íslandi eru Iceland Travel, Nordic Visitor og Terra Nova stærst.
Rekstur Travel Connect ferðaþjónustusamstæðunnar batnaði til muna árið 2023 en hagnaður samstæðunnar nam 3,4 milljörðum króna.
Dótturfélög Travel Connect voru níu talsins um áramótin en af þeim sjö sem eru skráð á Íslandi eru Iceland Travel, Nordic Visitor og Terra Nova stærst.
Iceland Travel, sem kom inn í samstæðuna í lok 2021, velti 70 milljónum evra í fyrra og hagnaður nam 9,3 milljónum evra, eða sem nemur tæplega 1,4 milljörðum króna á miðgengi ársins.
Er það metafkoma en hagnaður ársins er jafn mikill og Nordic Visitor greiddi Icelandair fyrir Iceland Travel á sínum tíma.
Velta Nordic Visitor nam þá 9 milljörðum króna og nam hagnaður tæplega 1,4 milljörðum. Hjá Terra Nova nam veltan 21,9 milljónum evra, eða um 3,3 milljörðum króna, og hagnaður nam 2,4 milljónum evra, eða 358
milljónum króna.
Hin fjögur félögin sem skráð eru á Íslandi veltu innan við milljarði króna samanlagt og nam hagnaður þeirra rétt rúmum 50 milljónum.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.