Ljósbrá Baldursdóttir hóf störf hjá PricewaterhouseCooper árið 2002. Hún hlaut löggildingu í endurskoðun árið 2006 og varð meðeigandi árið 2007. Í gegnum tíðina hefur Ljósbrá sinnt ýmsum störfum hjá fyrirtækinu, varð t.a.m. sviðsstjóri endurskoðunarsviðs árið 2014 og tók loks við sem forstjóri í byrjun október 2022.

Ljósbrá Baldursdóttir hóf störf hjá PricewaterhouseCooper árið 2002. Hún hlaut löggildingu í endurskoðun árið 2006 og varð meðeigandi árið 2007. Í gegnum tíðina hefur Ljósbrá sinnt ýmsum störfum hjá fyrirtækinu, varð t.a.m. sviðsstjóri endurskoðunarsviðs árið 2014 og tók loks við sem forstjóri í byrjun október 2022.

„Þetta er þekkingarfyrirtæki þar sem er að finna samansafn af sérfræðingum, umhverfið er frjótt og allir einhvern veginn að hugsa það sama og eiga við samskonar verkefni. Auk þess er gefandi að fá tækifæri til þess að vinna með öllum þessum frábæru viðskiptavinum okkar en ég hef verið heppin og unnið með ýmsum í gegnum tíðina. Það gefur manni innsýn inn í fjölbreytan fyrirtækjarekstur, hvaða vandamál stjórnendur eru að kljást við. Þannig þetta er mjög fjölbreytt.“

Aðspurð um hvers vegna hún ákvað að leggja endurskoðun fyrir sig segir hún að ákvörðunin hafi komið frekar seint en hún starfaði sem grunnskólakennari þar til hún var um þrítugt. Þá ákvað hún að breyta um kúrs en hún hafði verið að gæla við þá hugmynd að endurskoðun gæti hentað henni vel.

„Þannig ég lét slag standa og fór í viðskiptafræðina, tók það nám sem til þarf og byrjaði hérna 2002. Ég varð alveg rosalega hrifin af faginu og sá að þarna var ég búin að hitta á réttan stað. Það var svo gaman í vinnunni, ég var alltaf að læra eitthvað nýtt, lærdómskúrfan var hröð og ég var að vinna með svo flottu fólki,“ segir Ljósbrá og þó hún sé orðinn forstjóri í dag sinnir hún áfram endurskoðun. „Mér hefur alltaf fundist þetta gaman, það er lykillinn.“

Nánar er rætt við Ljósbrá í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.