Ljósbrá Baldursdóttir, forstjóri PwC á Íslandi, bendir á að endurskoðendur þurfi sífellt að laga sig að hvers kyns breytingum á regluverkinu, og eru miklar endurmenntunarkröfur lagðar á endurskoðendur. Stórar breytingar hafa komið inn á milli en nýjasta dæmið sé svokölluð CSRD-tilskipun ESB sem kveður á um sjálfbærnireikningsskil.
Ljósbrá Baldursdóttir, forstjóri PwC á Íslandi, bendir á að endurskoðendur þurfi sífellt að laga sig að hvers kyns breytingum á regluverkinu, og eru miklar endurmenntunarkröfur lagðar á endurskoðendur. Stórar breytingar hafa komið inn á milli en nýjasta dæmið sé svokölluð CSRD-tilskipun ESB sem kveður á um sjálfbærnireikningsskil.
„Þetta er stór breyting. Endurskoðendur munu þurfa að staðfesta sjálfbærniupplýsingar frá fyrirtækjum, eins og staðan er núna þá hafa fyrirtækin sum verið að gefa út skýrslur um grænt bókhald en þær eru kannski ekki staðfestanlegar. Þeir endurskoðendur sem ætla að framkvæma þetta þurfa að afla sér nýrrar þekkingar og það er erfitt ef þú ert ekki með mikið bakland eins og svona alþjóðlega stofu sem PwC er,“ segir Ljósbrá en þar að auki muni löggjöfin reynast íþyngjandi og hafa mikinn kostnað í för með sér fyrir íslensk fyrirtæki.
„Þannig það þarf að passa að við séum ekki með of íþyngjandi reglur hér á landi, við erum lítill markaður og þetta getur reynst íslenskum fyrirtækjum erfitt.“
Hér á landi hefur orðið nokkur samþjöppun hjá endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækjum, nú síðast þegar EY rann inn í Deloitte, og telur Ljósbrá að möguleg ástæða þess séu sífellt auknar kröfur.
„Það er mikill kostnaður við að halda í við gæðakröfur og kallar það á meiri sérhæfingu. Þegar Ljósbrá en spurð hvort PwC stefni á ytri vöxt eða sameiningu við annað félag segir hún ekkert útilokað.
„Maður veit ekkert hvað gerist í framtíðinni en við hjá PwC erum auðvitað alltaf að huga að tækifærum, rýna í stefnuna okkar og hvað sé best að gera í hvert skipti. Maður þarf alltaf að gera það, rétt eins og í öðrum fyrirtækjarekstri.“
Nánar er rætt við Ljósbrá í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.