Orkumálin hafa mikið verið til umræðu, ítrekað hefur verið varað við grafalvarlegri stöðu þar sem þörf er á aukinni orkuvinnslu. Nokkuð ljóst þykir að fjórði áfangi rammaáætlunar verði ekki afgreiddur á yfirstandandi þingi en til stóð orkumálaráðherra myndi leggja fram þingsályktunartillögu fyrir sumarið.

Verkefnastjórn 5. áfanga skilaði skýrslu til ráðherra í apríl með tillögum að flokkun virkjunarkosta sem óskað var endurmats á í kjölfar afgreiðslu Alþingis á þriðja áfanga í júní 2022. Tillögurnar fólu í sér að fimm kostir færðust úr biðflokki í verndarflokk og þrír færðust úr biðflokki í nýtingarflokk.

Orkumálin hafa mikið verið til umræðu, ítrekað hefur verið varað við grafalvarlegri stöðu þar sem þörf er á aukinni orkuvinnslu. Nokkuð ljóst þykir að fjórði áfangi rammaáætlunar verði ekki afgreiddur á yfirstandandi þingi en til stóð orkumálaráðherra myndi leggja fram þingsályktunartillögu fyrir sumarið.

Verkefnastjórn 5. áfanga skilaði skýrslu til ráðherra í apríl með tillögum að flokkun virkjunarkosta sem óskað var endurmats á í kjölfar afgreiðslu Alþingis á þriðja áfanga í júní 2022. Tillögurnar fólu í sér að fimm kostir færðust úr biðflokki í verndarflokk og þrír færðust úr biðflokki í nýtingarflokk.

Nú hefur verkefnastjórn rammaáætlunar kynnt drög að flokkun fimm nýrra virkjunarkosta. Er lagt til að jarðvarmavirkjunin Bolalda auk þriggja vatnsvirkjanna, Tröllárvirkjun, Hvanneyrardalsvirkjun og Skúfnavatnavirkjun, fari í nýtingarflokk en vatnsvirkjunin Hamarsvirkjun fari í verndarflokk.

Af þeim sem lagt er til að fari í nýtingarflokk er Bolalda, sem Reykjavík Geothermal stendur fyrir, talin hagkvæmust og skorar virkjunin lágt á flestum áhrifakvörðum.

Uppsett afl Bolöldu er 100 MW og orkuvinnslugeta á ári 815 GWst. Til samanburðar er aflmesti virkjunarkosturinn í núgildandi rammaáætlun, Kröfluvirkjun, með 150 MW í uppsett afl.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.