Samstæða Hjallastefnunnar tapaði 99 milljónum króna á síðasta rekstrarári samanborið við 102 milljóna króna tap árið áður.

Tekjur Hjallastefnunnar jukust um 600 milljónir á milli ára og rekstrargjöld jukust um svipaða upphæð.

Á síðasta skólaári voru 18 Hjallastefnuskólar starfandi með 2.020 nemendum, þar af leikskólar með 1530 börnum og grunnskólar með 490 börnum. Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, átti 92% hlut í félaginu í lok júlí í fyrra.

Hjallastefnan ehf.

2022/23 2021/22
Rekstrartekjur 6.402 5.818
Launakostnaður 5.325 4.639
Eigið fé 114 212
Afkoma -99 -102
Lykiltölur í milljónum króna.