Fulltingi lögmannsstofa hagnaðist um 106 milljónir króna árið 2024 samanborið við 118,3 milljóna króna hagnað árið áður.
Stjórn félagsins áætlar að allur hagnaður síðasta árs verði greiddur í formi arðs á árinu 2025, að því er kemur fram í nýbirtum ársreikningi.
Stofan velti 660 milljónum króna í fyrra sem er tæplega 5% aukning frá fyrra ári. Þá jukust rekstrargjöld stofunnar um 57 milljónir milli ára, úr 451 milljón í 507 milljónir.
„Rekstur ársins var í samræmi við væntingar stjórnar. Félagið fór í umfangsmikla og vel heppnaða auglýsingaherferð á árinu. Álítur stjórn félagsins markaðsstöðu félagsins sterka og er stefnt að því að styrkja hana enn frekar. Gert ráð fyrir að rekstur ársins 2025 verði með svipuðu móti og hann var á árinu 2024.,“ segir í skýrslu stjórnar.
Eignir Fulltingis voru bókfærðar á 441 milljón í árslok 2024 en þar af voru veltufjármunir um 402 milljónir. Eigið fé var um 109 milljónir.
Fulltingi er stærsta lögmannsstofa á Íslandi sem sérhæfir sig í slysa- og skaðabótum. Eigendur stofunnar voru fjórir í lok síðasta árs; Óðinn Elísson framkvæmdastjóri, Agnar Þór Guðmundsson, Erling Daði Emilsson og Haukur Freyr Axelsson.
Lykiltölur / Fulltingi slf.
2023 |
631 |
599 |
116 |
118 |
Eigendur Fulltingis í árslok 2024
Eignarhlutur |
---|
41,6% |
29,5% |
16,5% |
12,5% |
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.