Hugbúnaðarfélagið MGMT Ventures hagnaðist um 107 milljónir króna árið 2023, samanborið við 40 milljónir árið áður.

Tekjur námu 913 milljónum króna og jukust um 1% milli ára en kostnaðarverð seldra vara jókst um 31%. Gangvirðisbreyting fjárfestinga var neikvæð um 14 milljónir árið 2023 en var neikvæð um 143 milljónir árið 2022.

Stjórn leggur til 12 milljóna arðgreiðslu vegna ársins. Kristján Ingi Mikaelsson og Daníel Fannar Jónsson eru stofnendur og eigendur félagsins.

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu sem kom út 15. janúar 2025.