Boeing hefur gengið frá sölu á hluta stafrænu fluglausna sinna fyrir 10,55 milljarða Bandaríkjadala í reiðufé til fjárfestingarfyrirtækisins Thoma Bravo.
Meðal þeirra eigna sem eru hluti af kaupunum eru Jeppesen, leiðandi félag í flugleiðsögulausnum, og ForeFlight, flugáætlunar og veðurvöktunarforrit.
Salan er liður í aðgerðum Boeing til að styrkja fjárhagsstöðu sína eftir mikið tap undanfarin misseri, sem á m.a. rætur sínar að rekja til gæðavandamála. Á síðasta ári tapaði fyrirtækið 14 milljörðum dollara og tilkynnti til að bregðast við því um niðurskurð á 17 þúsund stöðugildum.
Forstjóri Boeing, Kelly Ortberg, hefur lýst stefnu fyrirtækisins sem snyrtingu á eignasafninu fremur en stórfelldri endurskipulagningu. Þrátt fyrir söluna hyggst Boeing halda eftir stafrænum lausnum sem styðja við viðhald og rekstur flugvéla og flota, fyrir bæði farþegaþotur sem og þotur til hernaðar.
Greiningaraðilar telja að salan skili nauðsynlegu lausafé en að hún gæti þó einnig haft áhrif á langtíma arðsemi fyrirtækisins.