Tap Play á öðrum ársfjórðungi nam 8,1 milljón Bandaríkjadala, eða ríflega 1,1 milljarði króna, samanborið við 4,6 milljóna tap á öðrum ársfjórðungi 2023. Saman

Rekstrarniðurstaða annars ársfjórðungs var neikvæð um 4,5 milljónir Bandaríkjadala, samanborið við 0,9 milljóna dala neikvæða rekstrarniðurstöðu í fyrra.

Tap Play á öðrum ársfjórðungi nam 8,1 milljón Bandaríkjadala, eða ríflega 1,1 milljarði króna, samanborið við 4,6 milljóna tap á öðrum ársfjórðungi 2023. Saman

Rekstrarniðurstaða annars ársfjórðungs var neikvæð um 4,5 milljónir Bandaríkjadala, samanborið við 0,9 milljóna dala neikvæða rekstrarniðurstöðu í fyrra.

Tekjur jukust þó um 7% og námu 78,3 milljónum Bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi 2024, eða ríflega tíu milljörðum króna. Var ársfjórðungurinn því sá stærsti í rekstri flugfélagsins.

Samanlagt nemur tap Play á fyrstu sex mánuðum ársins 29,2 milljónum dala, samanborið við 25,2 milljóna dala tap á sama tímabili 2023. Rekstrarniðurstaða á fyrstu sex mánuðum ársins er neikvæð um 24,9 milljónir dala, samanborið við neikvæða rekstrarniðurstöðu um 16,4 milljónir dala á sama tíma 2023.

„Þrátt fyrir að niðurstaða fyrstu sex mánaða þessa árs hefði mátt vera betri, þá lítum við björtum augum á það sem eftir lifir árs. Við höfum aðlagað áætlun okkar að árstíðarsveiflum og vinnum stöðugt að því að halda kostnaði okkar eins lágum og mögulegt er og höfum því gripið til aðgerða til að draga úr kostnaði fyrirtækisins. Þá er bókunarstaða okkar sterk inn á fjórða ársfjórðung,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play.

Eignir félagsins voru bókfærðar á 503,3 milljónir dala í lok tímabilsins og eigið fé nam 4,4 milljónum dala. Félagið sótti 4,6 milljarða króna í hlutafjáraukningu fyrr á árinu.

Lausafjárstaða félagsins í lok annars ársfjórðungs var 51,4 milljónir Bandaríkjadala, að meðtöldum bundnum bankainnistæðum. Sjóðstreymi var jákvætt um 5,7 milljónir bandaríkjadollara. PLAY hefur engar vaxtaberandi skuldir.

Aukið framboð og meiri samkeppni hafa áhrif

Að því er segir í tilkynningu hafði aukið framboð á beinu flugi yfir Atlantshafið og markaðssókn nágrannaþjóða til að laða að ferðamenn neikvæð áhrif á rekstrarniðurstöðuna.

Flugfélög hafi hins vegar dregið úr framboði fyrir haustið og veturinn, sem muni draga úr vextinum. Árstíðarsveiflur í eftirspurn séu mun meiri en fyrir heimsfaraldur þar sem vinnutengd ferðalög hafi ekki náð sömu tíðni og áður.

„Sökum þess hefur PLAY aðlagað áætlun sína til Norður-Ameríku fyrir haustið og veturinn til að koma betur til móts við árstíðarbundnar sveiflur í eftirspurn. Á sama tíma höfum við ákveðið að auka framboð á sætum til núverandi og nýrra sólarlandaáfangastaða í Evrópu og Afríku sem eru arðsamari,“ segir Einar.

Félagið hafi þá enn fundið fyrir áhrifum jarðhræringa og eldgosa á eftirspurn en borið hafi á þeim misskilningi erlendis að Ísland sé ekki öruggur áfangastaður af þeim sökum. Þá telur Einar að fækkun ferðamanna sé bein afleiðing öflugs markaðsstarfs nágrannaþjóða.

„Þessar þjóðir vörðu 21 milljón evra í markaðssetningu til ferðamanna, og var 92% af því fjármagni frá hinu opinbera. Ísland þarf á stóru markaðsátaki að halda til að laða ferðamenn til landsins og ég trúi því að það sé hægt með samhentum aðgerðum íslensku ferðaþjónustunnar og yfirvalda,“ segir Einar.