Sjávarsýn, fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar, hagnaðist um 1,2 milljarða króna á árinu 2023 samanborið við 1,9 milljarða tap árið áður.

Sjávarsýn, fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar, hagnaðist um 1,2 milljarða króna á árinu 2023 samanborið við 1,9 milljarða tap árið áður.

Hrein ávöxtun verðbréfa nam 573 milljónum króna á síðasta ári og hlutdeild í afkomu dóttur- og hlutdeildarfélaga nam 670 milljónum samanborið við 469 milljónir árið áður.

Sjávarsýn á þriðjungshlut í S4S, 50% hlut í Samey Robotics og fjórðungs hlut í vöruflutningafélaginu Thor Shipping. Þá á félagið 80% hlut í hreinlætisvörusölunni Tandri, í gegnum félagið Sjávargrund ehf, allt hlutafé í Gasfélaginu, 51% hlut í Fálkanum-Ísmar, og er stærsti einkafjárfestirinn í Skaga, með 8,43% hlut.

Eignir Sjávarsýnar voru bókfærðar á 11,7 milljarða í árslok 2023 og eigið fé var um 11,1 milljarðar.

Sjávarsýn ehf.

2023 2022
Hrein ávöxtun verðbréfa 573 -2.692
Eignir 11.694 10.853
Eigið fé 11.075 9.875
Afkoma 1.227 -1.937
Lykiltölur í milljónum króna.