Íslensk erfðagreining hagnaðist um rúmlega 660 milljónir króna á síðasta ári, samanborið við 600 milljónir árið áður.

Tekjur námu 11,7 milljörðum króna og jukust um tæplega milljarð frá fyrra ári. Laun og launatengd gjöld námu 4 milljörðum króna og störfuðu að meðaltali 215 manns hjá félaginu á árinu.

Eignir voru 8,3 milljarðar í árslok samanborið við 7,1 milljarð árið áður. Eigið fé nam 6,2 milljörðum króna í lok árs. Félagið er í eigu bandaríska lyfjafyrirtækisins Amgen.

Kári Stefánsson er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.

Íslensk erfðagreining

2024 2023
Rekstrartekjur 11.712 10.834
Eignir 8.279 7.097
Eigið fé 6.225 5.480
Hagnaður 662 602
Lykiltölur í milljónum króna.