Samstæða Dalsness, sem inniheldur m.a. heildsölufyrirtækið Innnes, hagnaðist um 414 milljónir króna árið 2023, samanborið við 826 milljónir árið áður.

Heildartekjur námu tæpum 19 milljörðum og jukust um 14% milli ára. Eignir voru bókfærðar á 31,7 milljarða í lok síðasta árs og eigið fé nam ríflega 14 milljörðum.

Stjórn leggur til að ekki verði greiddur út arður vegna ársins 2023. Ólafur Björnsson er eigandi Dalsness.