Hagnaður samlagshlutafélagsins Jarðvarmi, sem heldur utan um fjárfestingu 14 lífeyrissjóða í HS Orku, tvöfaldaðist milli ára í fyrra, nam 1,2 milljörðum króna árið 2023 samanborið við 625 milljónir króna árið 2022.

Hagnaður samlagshlutafélagsins Jarðvarmi, sem heldur utan um fjárfestingu 14 lífeyrissjóða í HS Orku, tvöfaldaðist milli ára í fyrra, nam 1,2 milljörðum króna árið 2023 samanborið við 625 milljónir króna árið 2022.

Hagnaður ársins af fjárfestingum nam tæplega 1,4 milljörðum króna en virði eignarhlutarins í HS Orku jókst um rúman milljarð á árinu 2023. Vaxtatekjur námu þá 358 milljónum króna.

Eigið fé félagsins var bókfært á tæpa 35,2 milljarða króna í lok síðasta árs og jókst um 4 milljarða milli ára. Bókfært verð 50% eignarhlutar félagsins í HS Orku Holding var 29,8 milljarðar í lok árs 2023.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.