Veitingastaðir Nings voru reknir með 14 milljóna króna hagnaði árið 2023 eftir að hafa skilað 17 milljóna tapi árið áður.

Rekstrartekjur námu 680 milljónum og jukust um 32 milljónir milli ára. Rekstrargjöld drógust saman um 10 milljónir milli ára. Þar af dróst vörunotkun saman um sem nemur 14 milljónum en launakostnaður jókst um 8 milljónir.

Nings er í eigu feðganna Bjarna Óskarssonar og Sigurgísla Bjarnasonar.

Nings ehf.

2023 2022
Rekstrartekjur 680 648
Launakostnaður 322 314
Eigið fé -64 -78
Afkoma 14 -17
Lykiltölur í milljónum króna.