Fjárfestingarfélagið Omega, sem er í jafnri eigu Andra Sveinssonar og Birgis Más Ragnarssonar, hagnaðist um 19,1 milljarð króna á síðasta ári.

Hagnaðurinn skýrist af 180 milljarða króna sölu á Kerecis til Coloplast í fyrra en Omega var fyrir söluna stærsti hluthafi íslenska lækningavörufyrirtækisins með 12,6% hlut. Andri Sveinsson var stjórnarformaður Kerecis þegar félagið var selt.

Stjórn Omega lagði til að félagið myndi greiða út 14,5 milljarða króna í arð vegna síðasta reikningsárs og að hann verði greiddur með afhendingu eigna og handbæru fé, að því er segir í nýbirtum ársreikningi.

Fjárfestingarfélagið Omega, sem er í jafnri eigu Andra Sveinssonar og Birgis Más Ragnarssonar, hagnaðist um 19,1 milljarð króna á síðasta ári.

Hagnaðurinn skýrist af 180 milljarða króna sölu á Kerecis til Coloplast í fyrra en Omega var fyrir söluna stærsti hluthafi íslenska lækningavörufyrirtækisins með 12,6% hlut. Andri Sveinsson var stjórnarformaður Kerecis þegar félagið var selt.

Stjórn Omega lagði til að félagið myndi greiða út 14,5 milljarða króna í arð vegna síðasta reikningsárs og að hann verði greiddur með afhendingu eigna og handbæru fé, að því er segir í nýbirtum ársreikningi.

Eignir Omega í árslok 2023 námu 24,1 milljarði króna samanborið við 4,8 milljarða í árslok 2022. Eigið fé félagsins var um 23,6 milljarðar króna í lok síðasta árs.

Omega hefur fjárfest í ýmsum sprotafyrirtækjum, fasteignafélaginu Ásbrú og ÍV SIF Equity Farming sem vinnur að því að byggja upp eignasafn í fiskeldi og tengdri starfsemi.

Líkt og Viðskiptablaðið greindi frá þá fjárfesti Omega í nýja sjóðastýringarfyrirtækinu Aldir ehf. síðasta haust. Omega tók einnig þátt í 2,2 milljarða króna hlutafjáraukningu Mengia í desember.

Þá er fjárfestingarfélagið 40% eigandi Aflvaka þróunarfélags sem skrifaði undir viljayfirlýsingu í byrjun árs við bæjarstjórn Kópavogs um uppbyggingu 5.000 íbúða lífsgæðakjarna á jörðinni Gunnarshólma sem liggur norðan við Suðurlandsveg, skammt austan við Hólmsheiði og Rauðavatn. Omega fjárfesti 229 milljónum í Aflvaka.

Omega fjárfesti í WEJV Ltd. á Kýpur fyrir 12,5 milljarða í fyrra en ekki er fjallað nánar um starfsemi umrædds félags.