Fjárfestingafélagið Hlér hagnaðist um 1,7 milljarða króna í fyrra en árið 2022 nam hagnaður 212 milljónum.

Fjárfestingafélagið Hlér hagnaðist um 1,7 milljarða króna í fyrra en árið 2022 nam hagnaður 212 milljónum.

Söluhagnaður hlutabréfa nam 990 milljónum og gangvirðisbreyting hlutabréfaeignar 345 milljónum. Félagið var meðal seljenda er VEX keypti 45% hlut í Öryggismiðstöðinni.

Hlér er 8. stærsti hluthafi Hampiðjunnar með 2,6% hlut. Guðmundur Ásgeirsson, fyrrum framkvæmdastjóri Nesskips, á 40% hlut í félaginu. Aðrir hluthafar eru Kristín Erla Jóhannsdóttir og Sigrún, Soffía og Valrún Guðmundsdætur, með 15% hlut hver.

Lykiltölur / Hlér

2023 2022
Arður hlutabréfa 88  284
Greiddur arður 300  130
Eigið fé 6.979  5.625
Afkoma  1.654  212
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.