Sjávarútvegsfyrirtækið Eskja hagnaðist um 32,5 milljónir dala á síðasta ári, eða sem nemur 4,4 milljörðum króna.

Til samanburðar nam hagnaðurinn 31,7 milljónum dala árið áður. Tekjur félagsins jukust um 14% á milli ára og námu 112,7 milljónum dala.

Í skýrslu stjórnar segir að auknar tekjur megi að mestu rekja til meiri loðnuveiða.

Eskja er að mestu í eigu Bjarkar Aðalsteindóttur, dóttur Alla ríka, og eiginmanns hennar, Þorsteins Kristjánssonar, sem er forstjóri félagsins. Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði 1,7 milljarða arður til hluthafa.

Eskja hf.

2022 2021
Tekjur 112,7 99,2
Eigið fé 125,9 114,4
Hagnaður 32,5 31,7
Greiddur arður 13,1 8,0
Lykiltölur í milljónum dala.