Fasteignaþróunarfélagið Klasi hagnaðist um 1,5 milljarða króna á síðasta ári samanborið við 400 milljóna króna hagnað árið áður.

Matsbreyting fjárfestingareigna nam 1,7 milljörðum króna á árinu, og jókst um 1,2 milljarða króna á milli ára. Eignir félagsins námu tæpum 16 milljörðum króna í lok árs 2023.

Eigendur Klasa eru Heimar, Hagar og KLS eignarhaldsfélag, hvert með sinn þriðjung hlutafjár. Framkvæmdastjóri Klasa er Ingvi Jónasson.

Klasi ehf.

2023 2022
Matsbreyting fjárfestingareigna 1.714 551
Eignir 15.611 15.375
Tekjur 449 358
Hagnaður 1.501 400
Lykiltölur í milljónum króna.