Fasteignaþróunarfélagið Klasi hagnaðist um 1,5 milljarða króna á síðasta ári samanborið við 400 milljóna króna hagnað árið áður.
Matsbreyting fjárfestingareigna nam 1,7 milljörðum króna á árinu, og jókst um 1,2 milljarða króna á milli ára. Eignir félagsins námu tæpum 16 milljörðum króna í lok árs 2023.
Eigendur Klasa eru Heimar, Hagar og KLS eignarhaldsfélag, hvert með sinn þriðjung hlutafjár. Framkvæmdastjóri Klasa er Ingvi Jónasson.
Klasi ehf.
2022 |
---|
551 |
15.375 |
358 |
400 |