Hagnaður útgerðarfélagsins Jakob Valgeirs nam 11 milljónum evra sem jafngildir 1,5 milljörðum króna. Eignir félagsins nema 137 milljónum evra og jukust um 27 milljónir evra á milli ár. Þá nam bókfært eigið fé 55,5 milljónum evra og er eiginfjárhlutfall félagsins 41%. Ekki verður greiddur út arður vegna ársins 2021. Félagið er í 75% eigu Bjargar Hildar Daðadóttur en Jakob Valgeir Flosason er framkvæmdastjóri félagsins.

Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.