Damocles Services, eignarhaldsfélag Sveins B. Valfells í Lúxemborg, lagði 1,5 milljarða króna inn í Kadúseus, fjárfestingarfélag á Íslandi sem stofnað var í fyrra. Félagið hagnaðist um 86 milljónir á síðasta ári.
Kadúseus fjárfesti í verðbréfum fyrir 850 milljónir, þar á meðal í hlutabréfum Íslandsbanka. Félagið var meðal þrjátíu stærstu hluthafa bankans eftir útboð Bankasýslunnar í mars með 0,34% hlut. Sveinn sat í bankaráði Íslandsbanka á sínum tíma. Hann hefur skráða búsetu í Mónakó í dag. Sonur hans Ársæll Valfells er stjórnarformaður Kadúseus.
Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.