Hagnaður Laugar Spa nam fjórum milljónum í fyrra, samanborið við 11 milljónir árið áður. Tekjur héldust nær óbreyttar milli ára og námu 221 milljónum í fyrra. Eigið fé nærri helmingaðist og var 16 milljónir í árslok.

Stjórn leggur til 15 milljóna arðgreiðslu í ár en 17 milljónir voru greiddar í arð 2023 og 39 milljónir 2022. Eigandi og framkvæmdastjóri Lauga Spa er Hafdís Jónsdóttir, einn eigenda World Class.