Verslunarfyrirtækið NTC hagnaðist um 100 milljónir króna á síðasta ári en árið áður nam hagnaður 185 milljónum. Velta nam 2.450 millj.kr. og dróst saman um 40 milljónir milli ára. Eigið fé í árslok var 589 millj.kr. og eignir 1.278 millj.kr, eiginfjárhlutfall var því 46,1%.
Félagið rekur í dag tólf verslanir auk vefverslunar en fyrirhugað er að opna nýja verslun fyrir lagersölu. Í ársreikningi segir að stjórnendur muni einnig skoða að opna fleiri verslanir á árinu 2023 sem sambærilegar eru þeim sem fyrir eru.
Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði arður að fjárhæð 150 millj.kr. fyrir rekstrarárið 2022 en félagið er í 96% eigu Svövu Johansen.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði