Íslenski hlutabréfamarkaðurinn tók verulega við sér á árinu, sérstaklega á síðasta ársfjórðungi, eftir brösugt ár þar á undan.
Frá áramótum og til 11. desember síðastliðins hækkaði arðgreiðsluleiðrétta úrvalsvísitalan OMX Iceland 15 um 16,1%. Á sama tíma hækkaði arðgreiðsluleiðrétta heildarvísitalan OMX Iceland um 10,9%.
Hækkanirnar eiga sér í raun alfarið stað á fjórða ársfjórðungi. Þegar komið var til loka septembermánaðar höfðu báðar vísitölurnar staðið í stað miðað við byrjun árs.
Þegar horft er til Vesturlanda þá er hækkun íslensku úrvalsvísitölunnar meiri á árinu en hjá Euro Stoxx 50, þar sem hækkunin nemur 12,6%, og hjá FTSE 100 vísitölunni í London, þar sem hækkunin nemur 11,5%. DAX-vísitalan í Frankfurt hækkaði litlu meira en sú íslenska, eða um 21,7%.
Þá hækkaði MSCI World Net, sem tekur til 23 þróaðra landa úr öllum heimsálfum, um 23,8% og Nasdaq 100 um 32,6%.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kom út í vikunni. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.