Hagnaður olíurisans Saudi Aramco dróst saman um 19% á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra.
Hagnaðarsamdráttinn má fyrst og fremst rekja til lægra olíuverðs. Hagnaður félagsins nam tæplega 32 milljörðum dala á fyrsta ársfjórðungi samanborið við rúmlega 39 milljarða á sama tíma á síðasta ári, er olíuverð var í hæstu hæðum vegna áhrifa innrásar Rússa inn í Úkraínu.
Rekstur Saudi Aramco hefur aldrei gengið betur en í fyrra en hagnaður félagsins nam 161 milljarði dala í fyrra. Þetta er mesti hagnaður sem orkufyrirtæki hefur skilað í sögunni.