Verslunarsamstæðan Fagkaup hagnaðist um 1,9 milljarða króna á síðasta ári, en til samanburðar hagnaðist samstæðan um 2,2 milljarða árið áður. Rekstrartekjur námu 25,2 milljörðum króna á síðasta ári og jukust um tæplega fimm milljarða á milla ára.

Verslunarsamstæðan Fagkaup hagnaðist um 1,9 milljarða króna á síðasta ári, en til samanburðar hagnaðist samstæðan um 2,2 milljarða árið áður. Rekstrartekjur námu 25,2 milljörðum króna á síðasta ári og jukust um tæplega fimm milljarða á milla ára.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 3,5 milljörðum króna og hækkaði um 107 milljónir á milli ára. Vaxtagjöld upp á 535 milljónir léku aftur á móti stærstan þátt í að hagnaður dróst saman milli ára, en til samanburðar námu vaxtagjöld 301 milljón árið 2022.

Eignir samstæðunnar námu 14,4 milljörðum króna í árslok 2023, samanborið við 12,9 milljarða eignir í lok árs 2022. Skuldir námu 8,8 milljörðum í lok síðasta árs og lækkuðu um 389 milljónir króna á milli ára. Eigið fé nam 5,6 milljörðum króna um síðustu áramót, samanborið við 3,7 milljarða í lok árs 2022.

Fagkaup er í eigu hjónanna Boga Þórs Siguroddssonar og Lindu Bjarkar Ólafsdóttur. Stjórn félagsins leggur ekki til arðgreiðslu til hluthafa á árinu 2024 vegna ársins 2023.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun. Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild hér.