Storytel Iceland ehf, félag utan um streymisþjónustu Storytel á Íslandi og útgáfu hljóðbóka, hagnaðist um 73 milljónir króna á árinu 2023 samanborið við 58 milljóna króna hagnað árið áður.

Tekjur námu 1,9 milljörðum króna og jukust um 16,8% milli ára. Í skýrslu stjórnar segir að tekjuaukningu megi m.a. rekja til árangursríkra markaðsherferða, aukins vöruframboðs og breyttra neysluvenja viðskiptavina.

Stjórn félagsins leggur til allt að 101 milljón króna arðgreiðslu til hluthafa á árinu 2024. Storytel á Íslandi er í eigu sænska fyrirtækisins Storytel AB. Lísa Björk Óskarsdóttir er framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi.

Storytel Iceland

2023 2022
Rekstrartekjur 1.901 1.627
Eignir 535 522
Eigið fé 204 126
Hagnaður 74 58
Lykiltölur í milljónum króna.