Nítján manns sóttu um stöðu forstjóra ÁTVR sem nýverið var auglýst. Nýr forstjóri tekur við starfinu 1. september næstkomandi er Ívar Arndal, sem hefur verið forstjóri stofnunarinnar í tvo áratugi, lætur af störfum.
Þetta kemur fram í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Viðskiptablaðsins.
Meðal umsækjenda eru athafnamaðurinn Bjarni Ákason, sem gekk á síðasta ári frá sölu á Bakó-Ísberg. Hann keypti fyrirtækið árið 2019 eftir að hafa öðru sinni selt umboðið fyrir Apple vörur hér á landi.
Ómar Svavarsson,fyrrverandi forstjóri Securitas, er einnig meðal umsækjenda. Hann lét af störfum hjá félaginu í fyrra eftir að hafa gegnt forstjórastarfinu frá árinu 2017.
Þá er Þorgerður Kristín Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, einnig meðal umsækjenda. Hún hefur gegnt forstjórastarfinu hjá Fríhöfninni síðan árið 2014 en rekstur Fríhafnarinnar mun brátt færast til þýska fyrirtækisins Heinemann.

Lista yfir alla umsækjendur má sjá hér að neðan:
- Agnar Þór Fjeldsted, þjónustustjóri
- Angantýr Einarsson, skrifstofustjóri
- Bjarni Þorvarður Ákason, framkvæmdastjóri og eigandi
- Daði Björnsson
- Davíð Logi Dungal, iðnrekstrarfræðingur
- Davíð Örn Pálsson, rekstrarstjóri
- Eyjólfur Vilberg Gunnarsson, framkvæmdastjóri
- Gunnar Atli Fríðuson, viðskiptastjóri
- Liljar Már Þorbjörnsson, framleiðslu- og sölustjóri
- Oddur Þórir Þórarinsson, lögmaður og læknir
- Ólöf Þórhallsdóttir, sviðstjóri aðgengis og öryggis
- Ómar Svavarsson, forstjóri
- Pétur Fannberg Víglundsson, verkefnastjóri
- Sigurrós Pálsdóttir, rekstrar- og vörumerkjastjóri
- Svava Ásgeirsdóttir, fjármála- og rekstrarstjóri
- Unnur Jónsdóttir, MLM
- Úlfar Gauti Haraldsson, sölu- og markaðsstjóri
- Þorgerður Kristín Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri
- Þórhallur Harðarson, framkvæmdastjóri fjármála og stoðsviða