Fjárfestingafélagið Solvis hagnaðist um 200 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 4 milljóna hagnað árið áður. Tekjur félagsins námu 206 milljónum í fyrra, en þær voru einungis 1,5 milljónir árið áður.
Tekjurnar skýrast að öllu leyti af gangvirðisbreytingum fjáreigna. Eignir Solvis námu 235 milljónum í lok árs og eigið fé félagsins var 233 milljónir í árslok.
Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania, á alla hluti í félaginu.
Greinin birtist í Viðskiptablaðinu 3. nóvember 2022.
Solvis fjárfestingafélag ehf.
2020 |
1,5 |
4 |
52 |
33 |