Mercedes-AMG PureSpeed kemur til landsins í ársbyrjun 2026. Bíllinn er hluti af nýrri „Mythos“ línu Mercedes-AMG sem framleiddir eru í takmörkuðu magni. Fjallað er um bílinn í Bílum, fylgiblaði Viðskiptablaðsins sem kom út í morgun.

Bíllinn verður til sýnis hjá Bílaumboðinu Öskju í ársbyrjun 2026. Verðið er 1,2 milljónir evra og hingað kominn á götuna, eftir að Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra Viðreisnar, hefur leiðrétt fjárhæðina, kostar bíllinn 200 milljónir íslenskra króna.

Stirling Moss um borð í Mercedes Benz 300 SLR í Mille Miglia keppninni á Ítalíu árið 1955.

PureSpeed er byggður á Mercedes-AMG SL 63 en sker sig úr með því að hafa hvorki þak né framrúðu. Í stað hefðbundinnar A-stoðar erbíllinn búinn HALO-öryggiskerfi, sótt í smiðju Formúlu 1, sem veitir aukið öryggi og einstakt útlit.

Við hönnunbílsins var byggt á sögulegum kappakstursbílum Mercedes-Benz, eins og 300 SLR sem sigraði í Mille Miglia árið 1955.

Nánar er fjallað um málið í sérblaðinu Bílar sem fylgir Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.