GRID, sem þróar og rekur hugbúnaðarlausnir, tapaði 202 milljónum króna í fyrra og jókst tapið um 19 milljónir frá fyrra ári.

GRID, sem þróar og rekur hugbúnaðarlausnir, tapaði 202 milljónum króna í fyrra og jókst tapið um 19 milljónir frá fyrra ári.

Tekjur námu 20 milljónum og jukust um 8 milljónir á milli ára.

Haustið 2023 sagði félagið upp meirihluta starfsfólks, 25 manns. Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri GRID, sagði í samtali við Vísi að ákvörðunin hafi verið afar erfið en fyrir­tækinu hafi ekki tekist að ná að fjár­magna sig af sama krafti og áður.

Lykiltölur / GRID

2023 2022
Tekjur 20  12
Eignir 1.694  1.763
Eigið fé 1.549  1.718
Afkoma -202 -183
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.