Bandarískir dómstólar komu í veg fyrir 2,2 milljarða dala samruna stærsta bókútgefanda heims, Penguin Random House, og helsta samkeppnisaðilans Simon & Schuster.

Rök dómarans í málinu, Florence Pan, fyrir því að heimila ekki samrunan var að ef hann næði fram að ganga myndi það leiða til mun minni samkeppni á bókaútgáfumarkaði. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna vísaði málinu til dómstóla fyrir tæplega ári síðan.

Penguin Random House varð til við stóran samrunna tveggja bókaútgefenda frá Bretlandi og Bandaríkjunum árið 2013. Félagið hyggst áfrýja niðurstöðu dómstóla.

Fréttin birtist í Viðskiptablaðinu þann 3. nóvember síðastliðinn.