Eignir Hraunlóns, félags í eigu Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar (SVN) og tveggja annarra lykilstjórnenda, nam 2,3 milljörðum í lok síðasta árs samanborið við 257 milljónir ári áður.

Stafar þetta einkum af 1,6 milljarða gangvirðisbreytingu á hlutabréfum og hálfs milljarðs hagnaði við sölu á hlut í Síldarvinnslunni við skráningu útgerðarfélagsins í fyrra. Hraunlón, sem er nær skuldlaust, á áfram 1% hlut í SVN sem er rúmlega 1,8 milljarðar að markaðsvirði.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaðitölublaði Viðskiptablaðsins.