Alex Airport Hotel ehf., félag utan um rekstur Courtyard by Marriott hótelsins við Keflavíkurflugvöll, var rekið með 252 milljóna króna tapi á síðasta ári en árið áður hagnaðist það um 6 milljónir. Rekstrartekjur námu 1,2 milljörðum og drógust saman um 121 milljón frá fyrra ári. Rekstrarhagnaður félagsins nam 311 milljónum, samanborið við 23 milljóna rekstrarhagnað árið áður. Í þessari neikvæðu sveiflu munaði mest um að annar rekstrarkostnaður jókst um 302 milljónir á milla ára og nam 489 milljónum í fyrra.
Í skýrslu stjórnar í ársreikningi félagsins segir að rekstur hótelsins hafi haldið áfram að styrkjast samfara auknum fjölda ferðamanna og aukinni flugumferð. Áframhaldandi áskoranir hafi verið í starfsumhverfi hótelsins. Áhrif kjarasamninga á rekstur þess hafi verið áberandi og launahækkanir vegið þungt vegna eðlis starfseminnar. Áhrifa af jarðhræringum á Reykjanesi með jarðskjálftum og eldgosum hafi einnig haft veruleg áhrif á rekstur félagsins á liðnu ári.
440 milljóna láni breytt í hlutafé
Hlutafé félagsins var aukið um 439,5 milljónir á síðasta ári er láni frá eiganda var breytt í hlutafé. Fyrir vikið nam eigið fé 269 milljónum í lok síðasta árs, en árið áður nam eigið fé 81 milljón. Eignir félagsins námu 322 milljónum í lok árs í fyrra, samanborið við 418 milljónir árið áður. Eiginfjárhlutfall var því 82% í lok síðasta árs, samanborið við 19% árið á undan.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.