Myllusetur, útgáfufélag Viðskiptablaðsins, Fiskifrétta og Frjálsrar verslunar, hagnaðist um 2,7 milljónir króna á síðasta ári ef ríkisstyrkur til fjölmiðla er ekki tekinn með í reikninginn.

Myllusetur, útgáfufélag Viðskiptablaðsins, Fiskifrétta og Frjálsrar verslunar, hagnaðist um 2,7 milljónir króna á síðasta ári ef ríkisstyrkur til fjölmiðla er ekki tekinn með í reikninginn.

Ríkisstyrkurinn nam  34 milljónum og að teknu tilliti til hans nam hagnaðurinn 36,7 milljónum. Hagnaður fyrir skatt nam 6 milljónum króna í fyrra án ríkisstyrks og 40 milljónum með honum.

Á árinu 2022 var Myllusetur rekið með 19,5 milljóna króna tapi án ríkisstyrks. Það ár nam styrkurinn 25 milljónum króna og var hagnaðurinn því 5,5 milljónum með styrknum.

Rekstrartekjur Mylluseturs jukust um 20% milli ára. Þær námu 419,5 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 349 milljónir árið 2022. Ástæðan er veruleg aukning auglýsingatekna, sem og 27% aukning áskriftartekna milli ára.

Eigið fé félagsins hækkaði úr 28 milljónum í 64,7 milljónir milli ára.

Fjallað var um málið í Viðskiptablaðinu.