Perroy ehf., umboðsaðili Nespresso á Íslandi, fjárfesti fyrir 280 milljónir króna í nýja dótturfélagi sínu í Finnlandi árið 2023. Fjallað er um útrás félagsins til Finnlands í Viðskiptablaði vikunnar.

Perroy ehf., umboðsaðili Nespresso á Íslandi, fjárfesti fyrir 280 milljónir króna í nýja dótturfélagi sínu í Finnlandi árið 2023. Fjallað er um útrás félagsins til Finnlands í Viðskiptablaði vikunnar.

Rekstur hins nýstofnaða finnska dótturfélags hafði 130 milljóna króna neikvæð áhrif á afkomu Perroy fyrir tekjuskatt á árinu 2023. Perroy tapaði 65 milljónum króna eftir skatta í fyrra, samanborið við hagnað upp á 86 milljónir árið 2022.

Velta Perroy á Íslandi jókst um 8% milli ára og nam 1.457 milljónum króna í fyrra. Rekstrarhagnaður (EBIT) félagsins nam 93 milljónum króna í fyrra, samanborið við 117 milljónir árið áður.

Eignir félagsins námu 726 milljónum króna í árslok 2023 samanborið við 496 milljónir árið áður. Eigið fé var um 192 milljónir og skuldir 534 milljónir en þar af voru skuldir við tengda aðila 253 milljónir.

Adira, móðurfélag Perroy, er í 75% eigu Steinhaufen Holding ehf., sem er í jafnri eigu Jónasar og Edward Mac Gillivray Schmidt. Þá á Grove ehf., félag Valgarðs Más Valgarðssonar, 25% hlut í Adira.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun um útrás Perroy til Finnlands í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast greinina í heild sinni hér og efni úr blaðinu hér.