Ársfundur Samorku var haldinn í síðustu viku í Silfurbergi í Hörpu. Á fundinum, sem var vel sóttur, var 30 ára afmæli Samorku fagnað. Yfirskrift fundarins var „Framkvæmdum fyrir framtíðina” en á honum var farið yfir mikilvægi framkvæmda fyrir komandi kynslóðir. Einnig voru áskoranir í fjármögnun og skipulagi ræddar og hvernig þær eru samofnar efnahagslegum hagsmunum þjóðarinnar, loftslagsmarkmiðum og lífsgæðum almennings.
Á fundinum voru kynntar nýjar tölur um fyrirhugaðar fjárfestingar í orku- og veituinnviðum næstu fimm árin. Þar kom fram að orku- og veitufyrirtæki hyggist fjárfesta fyrir 483 milljarða króna á næstu fimm árum.

Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku, flutti erindi á fundinum.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

óhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, hélt ræðu og svaraði spurning Finns Beck á fundinum.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku, átti samtal við Tómas Má Sigurðsson, forstjóra HS Orku, Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar, Magnús Kristjánsson, forstjóra Orkusölunnar og Árna Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóra ON.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var með erindi á afmælisfundi Samorku.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Baldur Hauksson, deildarstjóri tækniþróunar hjá ON, Eyþór Björnsson, forstjóri Norðurorku og Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku, var fundarstjóri.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna, fjallaði m.a. um fráveitur og umhverfismál.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri þróunar og framtíðar hjá RARIK, fjallað um mikilvægi áætlanagerðar.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Svandís Hlín Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskipta- og kerfisþróunar hjá Landsneti.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Birgir Ármannsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Afmælisfundur Samorku í Silfurbergi í Hörpu var vel sóttur.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Að fundi loknum var boðið upp á léttar veitingar, þar sem Los Bomboneros léku suðræna tóna fyrir gesti.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)